Description
Spilið Ofsi samanstendur af 52 örsögum af atvikum/aðstæðum.
Örsögur sem þessar eru gjarnan notaðar við ofbeldisforvarnafræðslu. Markmið þeirra er að efla félagsfærni í erfiðum aðstæðum, gefa unglingum verkfæri til að bregðast við, hjálpa öðrum og gæta eigin öryggis. Sumar sagnanna eru af ofbeldisatvikum en aðrar taka fyrir tilfinningar eins og reiði, óöryggi eða afbrýðisemi. Sögurnar eru oraðar þannig að þáttakendur eru beðin um að leysa vanda fyrir einhvern annan. Þannig myndast ákveðin fjarlægð frá viðfangsefninu sem getur auðveldað að sjá lausnir.
Reviews
There are no reviews yet.