OFSi

Ofbeldisforvarnaskólinn

Ofbeldisforvarnaskólinn hefur það markmið að miðla áhrifaríkum forvörnum gegn ofbeldi. Að því vinnum við meðal annars með rannsóknum, gerð námsefnis, námskeiðshaldi, þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum, og árverknis átökum. Fyrirtækið er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur til að stuðla að samfélagslegum breytingum og vinnum við því að því að öllu kappi að lágmarka kostnað við alla þjónustu og hvar sem því verður komið við bjóðum námsefni frítt.

Hvað eru ofbeldisforvarnir?

Í grunninn eru góð samskipti og vellíðan aðal forvarnirnar gegn ofbeldi.

Einstaklingi sem líður vel og er fær í samskiptum er ólíklegri til að beita ofbeldi en aðrir. Sértækari ofbeldisforvarnir eru þó einnig mikilvægar þar sem ljóst er að ofbeldi þrífst enn í samfélaginu. Í þeim forvörnum felst m.a. að skoða viðhorf og skoðanir okkar sem geta leitt til ofbeldis, fræða um afleiðingar ofbeldis og auka samkennd. Auk þess að ræða ofbeldi á opinskáan máta þar sem skoðað er m.a. hvernig greina má ofbeldi, hvernig má bregðast við því og leita leiða til að koma í veg fyrir það.

Hafðu samband

Allar almennar fyrirspurnir um fræðslu og pantanir á fyrirlestrum fara í gegnum
samskipti@ofbeldisforvarnir.is
Skólastýra, Benedikta Sörensen Valtýsdóttir
benna@ofbeldisforvarnir.is
Verkefnastjóri og yfirumsjón samfélagsmiðla
Kolbrún Nadira Árnadóttir
nadira@ofbeldisforvarnir.is
Niko Maljkovic – Verkefnastjóri Evrópuverkefna
niko@ofs.is

Við komum til þín.