OFSi

Ofbeldisforvarnarskólinn

Ofbeldisforvarnarskólinn hefur það markmið að miðla til sem flestra áhrifaríkum forvörnum gegn ofbeldi.

Hvað eru ofbeldisforvarnir?

Í grunninn eru góð samskipti og vellíðan aðalforvarnirnar gegn ofbeldi.

Einstaklingi sem líður vel og er fær í samskiptum er ólíklegri til að beita ofbeldi en aðrir. Sértækari ofbeldisforvarnir eru þó einnig mikilvægar þar sem ljóst er að ofbeldi þrífst enn í samfélaginu. Í þeim forvörnum felst m.a. að skoða viðhorf og skoðanir okkar sem geta leitt til ofbeldis, fræða um afleiðingar ofbeldis og auka samkennd. Auk þess að ræða ofbeldi á opinskáan máta þar sem skoðað er m.a. hvernig greina má ofbeldi, hvernig má bregðast við því og leita leiða til að koma í veg fyrir það.

Viðskiptavinir okkar

Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja

Skólastjóri grunnskóla

Frábær viðbót í endurmenntun

Námskeið Ofbeldisforvarnarskólans var frábær viðbót í endurmenntun kennarastéttarinnar. Þegar kennarar eru færir um að bera kennsl á ofbeldi í uppsiglingu og temja geranda af leið án þess að úr verði stórmál læra börnin það af þeim. Börn hjálpa, þau vinna saman og þau passa upp á þau sem hafa átt erfitt hvort sem þau eru gerendur eða þolendur.

Forstöðumanneskja félagsmiðstöðvar

Færð fræðslu til að grípa inn strax

Sem starfsmaður félagsmiðstöðvar hef ég orðið vitni að kynþáttafordómum, einelti vegna fötlunar, kynhneigðar, útlits og hef orðið vitni að ofbeldi sem hófst sem stríðni en varð svo að líkamlegu ofbeldi. Ég vil að starfsmenn mínir, sem krakkarnir treysta, geti fengið fræðsluna sem þeir þurfa til að grípa inn í mál strax. Ofbeldisforvarnarskólinn sér um hana.

Deildarstjóri fyrirtækis

Ég er orðinn áskrifandi

Ég vinn í karllægu umhverfi þar sem gömul og slæm gildi virðast ríkja ennþá. Að fá sérfræðing í fyrirtækið sem upplýsti starfsmenn um hvað ofbeldi er og að hægt sé að stunda ofbeldi óvart opnaði huga minna starfsmanna en nokkrar fréttir um fordóma og kynjamisrétti. Ég er orðinn áskrifandi.

trees

Námskeiðin

OFSi býður upp á tvö námskeið sem eru ætluð starfsfólki sem vinna með börnum.

Námskeiðið „Námsaðferðir óformlegs náms í ofbeldisforvörnum“ er safn leikja, verkefna og umræðukveikja sem nýta má í ofbeldisforvörnum hvort sem er í skipulögðu skólastarfi eða í óformlegu námsumhverfi s.s. æskulýðs- og íþróttastarfi. Smelltu hér til að fræðast meira um námskeiðið eða skrá þig frítt á netnámskeið.

Námskeiðið „Áhorfendanálgun á ofbeldisforvarnir“ bíður upp á heildstæða nálgun. Aðferðin er þaulreynd forvörn og byggir á innlögn námsefnis, umræðum og leikjum til að auka sjálfstraust þátttakenda til að koma í veg fyrir ofbeldi. Á námskeiðinu lærir starfsfólk að leiða ungmennahóp í gegnum námsefnið. Lestu meira til að fræðast meira um námskeiðið eða skrá þig.

Fyrirlestrar

Fyrirlestrar og kynningar á forvarnaleiðum með áherslu á mismunandi tegundir ofbeldis og rót þess

Hægt er að fá kynningu á leikjum, verkefnum og umræðukveikjum tengdum kynbundnu ofbeldi og áreitni. Við sýnum ykkur hagnýtar leiðir sem nýta má til að opna umræðuna, skoða málefnin og til ígrundunar og tökum sérstaklega fyrir áhorfendanálgun á forvarnir gegn ofbeldi og áreitni.

Boðið er upp á fyrirlestra og kynningar bæði fyrir ungmenna- og starfsmannahópa. Hafðu samband til að bóka fyrirlestur eða kynningu.

Starfsdagar

Við skipuleggjum og höldum utan um starfsdaga fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Starfsdagarnir okkar einblína á ofbeldisforvarnir og menningu inni á vinnustaðnum sem nýtist starfsfólki bæði í vinnu og einkalífi.

Hafðu samband

Skólastjórinn, Benedikta Sörensen Valtýsdóttir, hefur ein aðgang að tölvupóstinum og fullum trúnaði er heitið. Hún stjórnar einnig Facebooksíðu skólans og hægt er að spjalla við hana beint þar.

Við komum til þín.