Fyrirlestrar
Fyrirlestrar og kynningar á forvarnaleiðum með áherslu á mismunandi tegundir ofbeldis og rætur þess.
Fyrirlestrar á vegum Ofbeldisforvarnarskólans
Fyrirlestrar og kynningar á forvarnaleiðum með áherslu á mismunandi tegundir ofbeldis og rætur þess. Hægt er að fá kynningu á leikjum, verkefnum og umræðukveikjum tengdum kynbundnu ofbeldi og áreitni. Við sýnum ykkur hagnýtar leiðir sem nýta má til að opna umræðuna, skoða málefnin og til ígrundunar og tökum sérstaklega fyrir áhorfendanálgun á forvarnir gegn ofbeldi og áreitni.
Rannsóknir hafa sýnt að til að fólk tileinki sér aðferðir áhorfendanálgunarinnar og upplifi aukið sjálfstraust til að bregðast við er mikilvægt að það fái endurtekna umræðu um nálgunina. Mikilvægt er því að starfsfólk nýti kynningarefni og umræðupunkta til að halda umræðunni á lofti eftir fyrirlestra.
Sýnt hefur verið fram á að þátttakendur í námskeiðum byggðum á áhorfendanálgun (bystander approach) geta öðlast:
• Þekkingu á hvað er óviðeigandi hegðun
• Aukna færni og sjálfstraust til að bregðast við aðstæðum sem upp koma
• Frekari skilning á hvaða áhrif lítið samfélag eins og skóli, bekkur, íþróttalið eða vinnustaður getur haft til að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi og áreitni
Fyrirlestrar eru frá 40 mínútum upp í 2 klukkustundir og eru í boði fyrir fullorðna og unglinga.