Netnamskeið
Hér finnur þú þrjú mismunandi netnámskeið ætluð starfsfólki félagsmiðstöðva og öðrum sem vilja leiða unglinga í gegnum forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi. Námskeiðin eru hér á þremur mismunandi tungumálum, íslensku (neðst), ensku og pólsku. Þau eru þróuð sem hluti af samstarfsverkefni ofbeldisforvarnaskólans, skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og samstarfsaðila okkar í Glasgow Skotlandi
Starfsdagar
Við skipuleggjum og höldum utan um starfsdaga fyrir fyrirtæki og stofnanir. Starfsdagarnir okkar einblína á ofbeldisforvarnir og menningu inni á vinnustaðnum sem nýtist starfsfólki bæði í vinnu og einkalífi.
Starfsdagar á vegum Ofbeldisforvarnarskólans
Við skipuleggjum og höldum utan um starfsdaga fyrir fyrirtæki og stofnanir. Starfsdagarnir okkar einblína á ofbeldisforvarnir og menningu inni á vinnustaðnum sem nýtist starfsfólki bæði í vinnu og einkalífi.
Áhersla er lögð á leik og að hafa dagana skemmtilega og góða jafnframt því sem þeir eru fræðandi. Starfsfólk okkar hefur bæði menntun og mikla reynslu sem nýtist við framkvæmd og skipulagningu á starfsdögum.
Starfsdagar eru vel skipulagðir. Við fundum með skipuleggendum innan starfsstaðanna, gerum þarfagreiningu fyrir vinnustaðinn og gerum þannig áætlun sem nær yfir þær væntingar og þarfir starfsstaðarins.
Hafðu samband í pósti eða síma 781-8189 til að bóka starfsdag fyrir þitt fyrirtæki.
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar og kynningar á forvarnaleiðum með áherslu á mismunandi tegundir ofbeldis og rætur þess.
Fyrirlestrar á vegum Ofbeldisforvarnarskólans
Fyrirlestrar og kynningar á forvarnaleiðum með áherslu á mismunandi tegundir ofbeldis og rætur þess. Hægt er að fá kynningu á leikjum, verkefnum og umræðukveikjum tengdum kynbundnu ofbeldi og áreitni. Við sýnum ykkur hagnýtar leiðir sem nýta má til að opna umræðuna, skoða málefnin og til ígrundunar og tökum sérstaklega fyrir áhorfendanálgun á forvarnir gegn ofbeldi og áreitni.
Rannsóknir hafa sýnt að til að fólk tileinki sér aðferðir áhorfendanálgunarinnar og upplifi aukið sjálfstraust til að bregðast við er mikilvægt að það fái endurtekna umræðu um nálgunina. Mikilvægt er því að starfsfólk nýti kynningarefni og umræðupunkta til að halda umræðunni á lofti eftir fyrirlestra.
Sýnt hefur verið fram á að þátttakendur í námskeiðum byggðum á áhorfendanálgun (bystander approach) geta öðlast:
• Þekkingu á hvað er óviðeigandi hegðun
• Aukna færni og sjálfstraust til að bregðast við aðstæðum sem upp koma
• Frekari skilning á hvaða áhrif lítið samfélag eins og skóli, bekkur, íþróttalið eða vinnustaður getur haft til að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi og áreitni
Fyrirlestrar eru frá 40 mínútum upp í 2 klukkustundir og eru í boði fyrir fullorðna og unglinga.