Ofbeldisforvarnaskólinn hefur það markmið að miðla áhrifaríkum forvörnum gegn ofbeldi. Að því vinnum við meðal annars með rannsóknum, gerð námsefnis, námskeiðshaldi, þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum, og árverknis átökum. Fyrirtækið er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur til að stuðla að samfélagslegum breytingum og vinnum við því að því að öllu kappi að lágmarka kostnað við alla þjónustu og hvar sem því verður komið við bjóðum námsefni frítt.
Í okkar starfi er áhersla lögð á að fræða fullorðið fólk úr nær umhverfi barnanna/unglinga svo sem starfsfólk sem vinnur með börnum, foreldra o.fl. Að baki þessarar stefnu liggur sú hugsjón að það sé hagur barna að ofbeldisforvarnir séu unnar af því fólki sem næst þeim eru til að opna umræðuna og sýna fram á að hægt sé að leita til fullorðinna í nærumhverfinu.
Teymið okkar
Benna Sörensen – Eigandi og fræðari
Er með meistaragráðu í uppeldis og menntunarfræði frá Háskóla íslands og stundar nú doktorsnám. Sérsvið hennar eru kynjað ofbeldi í unglingamenningu og forvarnir gegn ofbeldi. Hún hefur starfað sem fyrirlesari og þjálfari á sviði ofbeldisforvarna síðastliðin 7 ár auk þess að hafa skrifað og þýtt námsefni til ofbeldisforvarna. Þar á undan starfaði Benna í félagsmiðstöð og í hópastarfi unglinga. Benna leiðir fræðslustarf skólana og sér um daglegan rekstur.
Nikola Maljkovic – Verkefnastjóri
Nikola er með tvöflda meistaragráðu í á sviði mannréttinda og lýðræðis frá Háskólunum í Bologna og Sarajevo, Lögfræði gráðu frá Háskólanum í Belgrade og diploma í kynjafræði frá Háskóla íslands. Hann hefur starfað með ungu fólki við fræðslu um mannréttindi um nokkura ára skeið. Nikola leiðir erlend samstarfsverkefni skólans.
Auk þess starfa við skólann í hlutastarfi lítill hópur fræðara sem taka þátt í fyrirlestra- og fræðslustarfi skólans. Allir einstaklingar innan hópsins hafa það sameiginlegt að búa að góðri menntun og reynslu við störf með fólki, m.a. í félagsmistöðvastarfi, við kennslu og ráðgjöf.