Eitt af meginhlutverkum Ofbeldisforvarnaskólans er að þróa námsefni til forvarna gegn ofbeldi.

Við leggjum áherslu á að efnið sé fjölbreytt, aðgengilegt og skemmtilegt í notkun – hvort sem það er ætlað kennurum, starfsfólki félagsmiðstöðva eða öðrum sem vinna með börnum og ungmennum.
Námsefnið er hannað með það að markmiði að auðvelt sé að tileinka sér það án mikils undirbúnings. Skýrar en stuttar kennsluleiðbeiningar fylgja, þannig að allir með reynslu eða menntun í vinnu með börnum geta nýtt sér það á skilvirkan hátt.
Hvenær sem því er viðkomið er námsefni og annað sem gert er því til stuðnings gert aðgengilegt í opnum aðgangi og er notkun þess án endurgjalds.


B4H8 – leikir og verkefni

Forvarnaefni gegn hatursorðræðu – Fjöldin allur af leikjum, umræðukveikjum og verkefnum ásamt kennsluleiðbeiningum. Gerð námsefnisins var styrkt af Erasmus+ og efnið er því allt í opnum aðgangi

#B4H8 – Handbók

Skemmtilega upp sett handbók á íslensku um mikilvægustu atriðin sem hafa þarf í huga til þess að leiða hóp ungmenna í fræðslu og forvörnum gegn haturs orðræðu. Gerð námsefnisins var styrkt af Erasmus+ og efnið er því allt í opnum aðgangi

Eggplantbot

Tölvuleikur um sendingar nektarmynda og samskipti á netinu

Geltu

Upplýsingar um stuttmyndina Geltu

Spilið Ofsi

Upplýsingar um Ofsa

Netnámskeið

Upplýsingar um netnámskeið

Chat fictions

Upplýsingar um spjall skáldsögur

Stuðningsefni

Upplýsingar um Stuðningsefni