Markmið skólans er að efla ofbeldisforvarnir meðal barna og unglinga, og vekja athygli á mikilvægi þeirra. Við bjóðum því margskonar fræðslu fyrir börn, unglinga, foreldra og fólk sem vinnur með börnum.

Foreldrar

Ofbeldisforvarnir byrja heima!
Stuðningur foreldra eða forsjáraðila skiptir sköpum fyrir allan þroska og vellíðan barna og unglinga. Fullorðnir gegna því hlutverki að skapa öruggt umhverfi fyrir börn/unglinga og undirbúa þau undir að takast á við lífið að sjálfsdáðum.

Foreldrafræðslan er 90 mínútna fyrirlestur þar sem foreldrar unglinga fá praktísk ráð um hvernig heimilið stuðlar að ofbeldisforvörnum og leiðbeiningar að umræðum við börnin sín til að hjálpa þeim að takast á við erfiðar aðstæður á öruggan hátt.

Fræðslan er hugsuð fyrir foreldrahópa, s.s. foreldrafélög, vinnustaði eða annað, fræðari kemur á staðinn til ykkar. Hægt er að bóka á Noona eða senda okkur email fyrir frekari upplýsingar. Á Noona geta foreldrar einnig skráð sig á bilista í fræðslu sem haldin er í húsnæði á vegum Ofbeldisforvarnaskólans og getur hentað einstaklingum og litlum hópum betur.


Starfsmannahópar

fólk sem vinnur með börnum og unglingum gegnir í raun tvöföldu hlutverki þegar kemur að ofbeldisforvörnum. Þau eru lykil aðilar í að gera umhverfi barna öruggt og geta þurft að grípa inn í erfiðar aðstæður. Einnig gegna þau mikilvægu hlutverki við að mennta börn, efla félagsþroska þeirra og gera þeim betur kleift að takast á við þær aðstæður sem upp koma að sjálfsdáðum. Ofbeldisforvarnaskólinn veitir margskonar stuðning við vinnustaði og einstaklinga sem vinna með börnum og unglingum.

Við bjóðum:

Námsefnis og leikjakynningar – um 60 mínútna kynning þar sem farið er yfir námsefni, verkfæri, leiki og annað sem nýta má í forvörnum gegn ofbeldi, hatursorðræðu, fordómum og kynbundu ofbeldi.

Bæði er boðið upp á heilsdagsnámskeið þar sem farið er yfir allt námsefni í staðnámi og einnig upp á netnám þar sem nemum gefst kostur á að mæta á 2 klst leikja og umræðutíma sem haldnir eru nokkur skipti á önn.

Fræðslu um áhorfendanálgun (Bystander aproach) – 90 mínútna fyrirlestur eða full innleðing á námsefni skólans um hvernig má nýta áhorfendanálgun til að breyta menningu og takast á við ofbeldi á öruggan hátt. Neikvæð menning, t.d. innan skóla, vinnustaða eða félagsmiðstöðva, getur fóstrað ofbeldi. Að sama skapi getur jákvæð og styðjandi menning dregið úr því. Með því að taka á óviðeigandi atvikum og tali á markvissan hátt er hægt að stuðla að menningu sem minnkar það rými sem ofbeldi fær að taka sér. Áhorfendanálgun er eitt þeirra verkfæra sem nýta má til þessa og hafa forvarnir byggðar á þeirri hugmyndafræði verið töluvert rannsakaðar og gefa góða raun.

Í gegnum Noona er hægt að bóka fyrirlestur.

Ofbeldisfrovarnaskólinn bíður einnig upp á heila og hálfa starfsdaga sem sniðnir eru að þörfum starfshópsins. Allar frekari upplýsingar og bókanir á starfsdögum fara í gegnum tölvupóst: samskipti@ofbeldisforvarnir.is