Course Content
Karlmennska og tilfinningalæsi í forvarnastarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um karlmennsku og tilfinningalæsi
0/1
Námskeiðslok
0/1
Karlmennska og tilfinningalæsi
About Lesson

Karlmennska og tilfinningalæsi er málefni sem snertir marga fleti og í umræðu með unglingum/ungmennum er mikilvægt að undirbúa dýpri umræðu vel. Yfirborðsspjallið er mikilvægur hluti af ferlinu og snertir þá hluti sem eru auðsjáanlegir á yfirborðinu. Þarna er spáð í samfélaginu almennt og byrjað á umræðu um hvernig hugmyndir um karlmennsku og samfélagslega mótun snerta og koma niður á strákum og körlum. Það getur verið misjafnt hvað telst til yfirborðsspjalls frekar en dýpri umræðu. Nokkuð algengt er að fólk eigi auðvelt með að sjá og tala um t.d. staðalímyndir karla/stráka og hvernig vandi steðjar að þeim sérstaklega. Sjálfsagt er öllu sjaldgæfara að ungt fólk kunni að ígrunda þessa þætti til að skoða mikilvægi tilfinningalæsis og tengslin við karlmennsku hugtakið. Það er þitt hlutverk að leiða umræðuna áfram til að greina yfirborðsspjallið svo unglingarnir geti búið sér til skilning á umræðuefninu.

Sérstaklega mikilvægt er að láta spjallið ekki deyja út þar heldur að færa það smá saman yfir í dýpri umræðu. Ef það gerist ekki er hætta á að þátttakendur standi eftir með einhliða þekkingu. Þau skortir getuna til að skoða málefnið frá mismunandi sjónarhornum og skilning á flóknu samspili samfélagslegra þátta.

Hér að neðan er stuttur listi sem gæti nýst til að leiða eða koma auga á yfirborðsspjall um karlmennsku og tilfinningalæsi

  • Staðreyndir og tölur sem fólk getur ekki neitað – Sem dæmi má nefna einmanaleiki, heilsubrestir, áhættuhegðun, sjálfsvíg og hvernig þessir þættir hafa áhrif á kynin á mismunandi hátt
  • Félagsmótun, karlar/strákar hafa ekki val
  • Hvar sjáum við þetta?
  • Tilfinningarnar sem strákar „mega“ sýna. Hverju missa þeir af?
  • Skoða hvernig hlutirnir eru öðruvísi fyrir fólk af mismunandi kynjum. Til dæmis er hægt að fara í alls konar leiki og æfingar þar sem hlutverkum er snúið við. Leiðbeinendur hafa þó rekið sig á að í svona verkefnum getur verið stutt í að kynin fari að gera grín að hvert öðru. Það er þess vegna í þessu eins og öllu ástæða til að skoða umræðuna með gagnrýnum augum. Eruð þið að greina og skoða samfélagið? Eruð þið að græða eitthvað á þessu spjalli?