Course Content
Karlmennska og tilfinningalæsi í forvarnastarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um karlmennsku og tilfinningalæsi
0/1
Námskeiðslok
0/1
Karlmennska og tilfinningalæsi
About Lesson

Nú ert þú að nálgast lok nethluta námskeiðsins. Þar sem þú stýrir sjálf/t/ur náminu þínu er hér sérstaklega mikilvægt að staldra við og ígrunda námið.

Telurðu þig hafa gott eða nokkuð gott vald á námsefninu? Hefur sjálfstraust þitt til að leiða unglinga í gegnum umræður um karlmennsku og tilfinningalæsi aukist? Þarft þú að gera eitthvað til að auka það enn frekar? Þarft þú einhvern viðbótar stuðning til að auka sjálfstraust þitt?

Skipuleggðu þig

Þrátt fyrir vilja og getu þá fer það stundum svo í starfi með unglingum að ekki næst að framkvæma allt. Til að auka líkurnar á því að þú farir í gegnum fræðsluna með unglingunum skaltu fylla út námsáætlun. Hana finnur þú í pdf skjali sem þú getur vistað eða prentað út, þú getur líka gert þína eigin. Aðal atriðin eru að greina hóp sem þú telur að þú getir leitt í gegnum námsefnið, setja markmið fyrir hópinn og finna verkefni, leiki og umræðukveikjur sem þú vilt nota til að ná þessum markmiðum.

Exercise Files
námsáætlun.pdf
Size: 26,79 KB