Course Content
Karlmennska og tilfinningalæsi í forvarnastarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um karlmennsku og tilfinningalæsi
0/1
Námskeiðslok
0/1
Karlmennska og tilfinningalæsi
About Lesson

Á eftir umræðum í hóp eða samhliða þeim er mikilvægt að líta einnig inn á við. Veltu fyrir þér hvernig áhrif námsefnið hefur á þig sjálfa/sjálft/sjálfan. Hvaða þættir þess að leiða hóp í gegnum ofbeldisforvarnaefni gætu reynst þér erfiðir og hvað gætir þú gert til að efla sjálftraust þitt til þess.

Til að svara því skaltu skoða eftirfarandi fullyrðingar og velta fyrir þér hversu vel þær eiga við þig

  • Mér þætti erfitt að leiða hóp sem hefur litla eða enga þekkingu á málefninu
  • Mér þætti erfitt að leiða hóp sem hefur mikla þekkingu á efninu
  • Mér þætti erfitt að leiða hóp ef einhverjir þátttakendur ættu erfiða reynslu að baki.
  • Ég hef áhyggjur af því að hópurinn hafi meiri þekkingu en ég á námsefninu
  • Ég hef áhyggjur af því að fá spurningar sem ég veit ekki svarið við

Hverjir eru styrkleikar þínir sem leiðbeinandi

  • Ég næ vel til unglinga
  • Ég vinn vel með öðrum leiðbeinendum
  • Ég er hress og ófeimið/-n/-nn
  • Ég er áhugasamt/-söm/-samur