Course Content
Sambönd og samskipti í forvarnarstarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um sambönd og samskipti
0/1
Leikir, verkefni og umræðukveikjur
0/3
Námskeiðslok
0/1
Heilbrigð sambönd og samskipti
About Lesson

Einföld og skemmtileg umræðukveikja sem virkar í öllum aðstæðum, hvort sem er skipulagðri kennslu/hópastarfi eða í almennri umræðu í félagsmiðstöðinni eða annars staðar.

Spurðu ungmennin hvaða emoji sem tákna tilfinningar eru í recently used í símanum þeirra. Skoðið þau og veltið fyrir ykkur hvaða tilfinningar þau tákna. Umræðan getur verið stutt og fjörug eða orðið djúp með miklum vangaveltum.

Nokkrar spurningar og setningar til að leiða umræðuna áfram:

  • Berið saman hvort þið eruð öll að nota sömu eða svipuð emoji
  • Hvaða tilfinningar tákna þessi emoji – stundum er það alveg skýrt fyrir öllum hvað þau þýða en stundum kemur ýmislegt skrítið í ljós
  • Eru sömu emoji notuð í spjalli við vini, kunningja og kæró?
  • Eru öll emoji notuð í fullri einlægni, til að tákna gleði, ást, sorg, leiða, reiði o.fl. eða eru sum meira notuð í gríni en önnur ?
  • Er kannski erfiðara yfir höfuð að tjá sumar tilfinningar í einlægni?
  • Er misjafnt eftir sambandi fólks hversu auðvelt að tjá sig á einlægan hátt?
  • Er munur á svörum milli kynja?

Einnig er hægt að skoða önnur umræðuefni tengd forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi gegnum emojis, pornhub er t.d. með emojis fyrir flesta flokka af klámi.