Course Content
Sambönd og samskipti í forvarnarstarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um sambönd og samskipti
0/1
Leikir, verkefni og umræðukveikjur
0/3
Námskeiðslok
0/1
Heilbrigð sambönd og samskipti
About Lesson

Dr. Love er umræðuverkefni sem byggir á klípusögum. Þær eru mikið notaðar í allri kennslu á félagsfærni. Þetta verkefni gefur unglingunum tækifæri til að ræða tilfinningar og sambönd án þess að það snúist um þau persónulega og þeirra samskipti. Þannig gefum við ákveðna fjarlægð á málefnið sem auðveldar þátttöku í spjallinu.

Einhverntíma í kringum aldamótin var Páll Óskar með þátt í útvarpinu sem hét Dr. Love. Þar bauð hann ungu fólki að senda inn spurningar um ást, sambönd, kynlíf og allt annað.

„Í þættinum lærði aldamótaunglingurinn ég hversu mikilvægur smokkurinn er og að tala saman er algert lykilatriði í kynlífi.“

Bjóddu unglingunum að gerast Dr. Love og gefa ráð. Ef þú ert með stóran hóp getur verið gott að skipta þeim upp í nokkra minni hópa. þegar 4-5 unglingar vinna saman ættu öll að fá tækifæri til að tjá sig eitthvað.

Exercise Files
Dr. love klípusögur.pdf
Size: 53,32 KB