Course Content
Sambönd og samskipti í forvarnarstarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um sambönd og samskipti
0/1
Leikir, verkefni og umræðukveikjur
0/3
Námskeiðslok
0/1
Heilbrigð sambönd og samskipti
About Lesson

Sambönd og samskipti er málefni sem snertir marga fleti. Yfirborðsspjallið er mikilvægur hluti af ferlinu í umræðu með unglingum og snertir þá hluti sem eru auðsjáanlegir á yfirborðinu.

Það getur verið misjafnt hvað telst til yfirborðsspjalls frekar en dýpri umræðu. Í þessu spjalli er kannski áfram verið að tala um heilbrigð sambönd og jákvæð samskipti og kannski byrjið þið að ræða alvarlegri mál. Til að vera raunverulega að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni þarf líka að fara fram umræða þar sem unglingarnir læra að þekkja hvað einkennir slæm samskipti, óheilbrigð sambönd og ofbeldissambönd.

Þitt hlutverk er svo að leiða umræðuna áfram í átt að dýpri umræðu svo unglingarnir geti búið sér til skilning úr þekkingunni sem þið öðlist í yfirborðsspjallinu. Sérstaklega mikilvægt er að láta spjallið ekki deyja út þar heldur færa það smá saman yfir í dýpri umræðu. Ef það gerist ekki er hætta á að þátttakendur standi eftir með einhliða þekkingu. Þau skortir getuna til að skoða málefnið frá mismunandi sjónarhornum.

Hér að neðan er stuttur listi sem gæti nýst til að leiða eða koma auga á yfirborðsspjall um sambönd og samskipti í forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi.

  • Mörk – Hvað þýðir þetta hugtak? Hvað þýðir það í sambandi að setja sér mörk? Hvað þýðir það í öðrum samskiptum? Í kynlífi? Hvernig virði ég mörk annarra?
  • Traust – Umræður um hvað traust er og hvaða hlutverk það spilar í samskiptum.
  • Venjulegu tilfinningarnar – Margar þeirra tilfinninga sem liggja að baki ofbeldis og óheilbrigðra samskipta eru tilfinningar sem við upplifum öll. Ræddu afbrýðisemi, reiði og óöryggi með unglingunum. Pælið í því hversu eðlilegar þessar tilfinningar eru og hvernig það er ef þær fara að stýra fólki.
  • Mismunandi tegundir ofbeldis – Kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi, stafrænt kynferðisofbeldi, andlegt ofbeldi og fjárhagsofbeldi eru orð yfir mismunandi tegundir ofbeldis. Stundum skarast þetta og stundum ekki. Börn og unglingar eru líkleg til að átta sig ekki fyllilega á því að ofbeldi þarf ekki að vera líkamlegt. Það er mikilvægt að þau fái fræðslu um það og tækifæri til að taka þátt í umræðunni.
  • Heilbrigð sambönd og óheilbrigð sambönd