Course Content
Umræður um klám og klámvæðingu í forvarnarstarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um klám og klámvæðingu
0/1
Leikir, verkefni og umræðukveikjur
0/3
Námskeiðslok
0/1
Klám og klámvæðing
About Lesson

Þegar rætt er um klám og klámvæðingu mætir fólk gjarnan ákveðinni mótstöðu, þar sem ekki eru öll tilbúin að ræða málefnið. Það er kannski viðbúið enda getur umræðuefnið verið erfitt, persónulegt og þátttakendur geta upplifað að þau sjálf séu gagnrýnd. Þess vegna er mikilvægt ef taka á umræðuna í æskulýðsstarfi að opna umræðuna á hátt sem auðveldar ungmennunum að taka þátt, minnkar óþægindi þeirra og sýnir þeim að þau sjálf eigi hagsmuna að gæta í að taka þátt í umræðunni.

Hér að neðan er stuttur listi sem gæti nýst til að skapa rými þar sem opna má umræðuna og hugmyndir til að koma henni af stað.

  • Talaðu um klámiðnaðinn frekar en klám. – Það tekur áhersluna af persónulegri notkun þátttakenda og beinir sjónum að því að á bak við klám er risastór iðnaður. Hann er eins og annar iðnaður drifinn áfram af gróða sjónarmiðum en ekki umhyggju fyrir neytendum.
  • Skoða söguna aðeins. -Klámið sem unglingar eða börn eru að sjá fyrst núna er allt annað en það sem þau sem eru fullorðin núna sáu fyrst fyrir 10, 20 eða 30 árum.
  • Koma að umræðunni á þann hátt að þetta sé ekki spurning um að dæma klám sem slæmt og klámneytendur þar með. Frekar að þetta sé spurning um að skoða hvernig það er komið inn í mainstream menningu.
  • Mýtur og taka smá svona mythbusting.