Skilmálar
Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum og þjónustu Ofbeldisforvarnaskólans ehf til neytanda. Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskiptinu á netinu.

Verð á vörum
Verð sem birtist í netversluninni eru án vsk þar sem starfssemin er ekki vsk skyld samkvæmt 3.mgr. 2.gr. laga nr.50/1988 um virðisaukaskatt.
Verð er birt með fyrirvara um myndabrengl og/eða prentvillur og áskilur Ofbeldisforvarnaskólinn sér rétt til að ljúka ekki viðskiptunum hafi rangt verð verið gefið upp.
Við upplýsum viðskiptavini okkar um það ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager tímabundið og bjóðum upp á að hún verði send þegar hún verður aftur fáanleg.
Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma mun Ofbeldisforvarnaskólinn endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.

Sendingarmöguleikar
Hægt er að nálgast vöruna á skrifstofu okkar í Lágmúla 5, – 6. hæð, miðvikudaga og föstudaga kl. 10:00–12:00 (einnig hægt að hringja á skrifstofutíma 781 8189) eða fá hana senda gegn greiðslu sendingarkostnaðar. Íslandspóstur sér um að senda pakkana.**

  • Sækja vörur í Lágmúla 5  –  0 kr. 
  • Kemst í umslag  –  480 kr. 
  • Pakki á pósthús  –  920 kr. 
  • Pakki heim með pósti  –  1.250 kr. 

Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram.  

Afhendingartími
Afhendingartími er að jafnaði 1–4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.

Skilafrestur og endurgreiðsla
Viðskiptavinur getur skilað vöru ef vara er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgir með.
Almennur skilafrestur á vörum er 30 dagar.
Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda.
Ef vara reynist gölluð greiðir Ofbeldisforvarnaskólinn fyrir endursendingu vörunnar.

Öryggi
Það er öruggt að versla í netverslun Ofbeldisforvarnaskólans. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslugátt Rapyd.
Farið er með öll gögn og upplýsingar sem trúnaðarmál. Gögn og upplýsingar eru ekki afhent til þriðja aðila. 

Greiðslumöguleikar
Í netverslun Ofbeldisforvarnaskólans er boðið upp á eina greiðsluleið með greiðslukorti. Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.

Greiðslukort
Mögulegt er að greiða pöntun með öllum helstu kreditkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Rapyd.

Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skilmálar þessir gilda frá 01. júní 2023. 

Fyrirtækjaupplýsingar
Ofbeldisforvarnaskólinn (OFSi)
Lágmúli 5
105 Reykjavík
Sími: 781 8189
Netfang: samskipti@ofbeldisforvarnaskólinn.is
Kennitala: 560419-1470

Staðsetning netverslunar
Ofbeldsiforvarnaskólinn (OFSi)
Lágmúli 5 – 6.Hæð
105 Reykjavík
Sími: 781 8189