Course Content
Umræður um klám og klámvæðingu í forvarnarstarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um klám og klámvæðingu
0/1
Leikir, verkefni og umræðukveikjur
0/3
Námskeiðslok
0/1
Klám og klámvæðing
About Lesson

Klám og klámvæðing er málefni sem snertir marga fleti og í umræðu með unglingum/ungmennum er mikilvægt að undirbúa dýpri umræðu vel. Yfirborðsspjallið er mikilvægur hluti af ferlinu og snertir þá hluti sem eru auðsjáanlegir á yfirborðinu.

Í þessu spjalli eru strax byrjaðar vangaveltur um erfið málefni. Þarna er kannski spáð í samfélaginu almennt og byrjað á umræðu um hvernig klámvæðing birtist okkur. Þarna byrjar líka umræðan um áhrifin af klámnotkun og klámvæðingunni. Það getur þó verið misjafnt hvað telst til yfirborðsspjalls frekar en dýpri umræðu. Þitt hlutverk er svo að leiða umræðuna áfram í átt að dýpri umræðu svo unglingarnir geti búið sér til skilning úr þekkingunni sem þið öðlist í yfirborðsspjallinu. Sérstaklega mikilvægt er að láta spjallið ekki deyja út þar heldur færa það smá saman yfir í dýpri umræðu. Ef það gerist ekki er hætta á að þátttakendur standi eftir með einhliða þekkingu. Þau skortir getuna til að skoða málefnið frá mismunandi sjónarhornum og skilning á flóknu samspili samfélagslegra þátta.

Hér að neðan er stuttur listi sem gæti nýst til að leiða eða koma auga á yfirborðsspjall um klám og klámvæðingu.

  • Líkamsmynd – Klám og klámvæðing í samfélaginu gefur bæði óraunhæfa mynd af því hvernig líkamar fólks eru eða „eiga að vera“. Það gefur líka óraunhæfa mynd af mikilvægi þess að hafa ákveðið útlit og vera alltaf sexy, þar sem það er metið umfram allt annað eins og að vera klár/-t, fyndin/-ið/inn, listræn/-nt/-nn og svo framvegis.
  • Ánægja í kynlífi – Klám gefur mjög skakka mynd af því hvað fólki finnst gott. Ánægjan, sérstaklega hjá konum, er oft mjög ýkt og látið líta út fyrir að þær fíli hluti sem eru í raun ofbeldi.
  • Samþykki er annað sem er gefin mjög röng mynd af í klámi. Þar er sjaldnast talað saman eða verið að komast saman að niðurstöðu um hvað skal gert.
  • Val eða þvingun – Er klámi ýtt að okkur svo mikið að valið um að horfa eða horfa ekki er tekið af okkur? Er það misjafnt eftir kyni?
  • Áhrif kláms – Hvaða áhrif telur hópurinn að það gæti haft á aðra að horfa á klám? Hefur magn áhrif?
  • Á hvaða aldri er í lagi að byrja að horfa á klám? Hvenær telja þau að börn/unglingar byrji allajafna að horfa á klám? Þarna getur vel komið upp umræða um hvenær þau sjálf byrjuðu á því. Það er mjög misjafnt hversu persónulegt fólki finnst að deila þeirri reynslu svo það er mikilvægt að vera ekki endilega að krefja þau um svör við því. Ef þau eru deila því að fyrra bragði eru þau kannski tilbúin að ræða það og dýpka umræðuna þannig smá saman.
  • Frekari umræður um klámiðnaðinn og gróða. Hvert er raunverulegt markmið iðnaðarins? Hvernig er iðnaðurinn að græða á neytendum?