Course Content
Umræður um klám og klámvæðingu í forvarnarstarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um klám og klámvæðingu
0/1
Leikir, verkefni og umræðukveikjur
0/3
Námskeiðslok
0/1
Klám og klámvæðing
About Lesson

Þú ert að byrja námskeið um forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi þar sem áherslan er á klám og klámvæðingu. Námsaðferðirnar sem farið er yfir eru óformlegar og eru umræður, leikir og verkefni nýtt til að styrkja þekkingu á viðfangsefninu auk þess að gefa þér verkfæri til að leiða ungmennahópa í gegnum námsefnið. Hér er gengið út frá því að grunnur forvarna gegn kynbundu ofbeldi með unglingum sé fræðsla og opinská umræða. Þannig fá þau tækifæri til að skoða hugmyndir sínar í samræðum við fullorðna og jafnaldra auk þess að finna að þau geti rætt við þig og annað starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar um kynbundið ofbeldi ef eitthvað kemur upp.

Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust þitt til að leiða ungmenni í forvörnum í æskulýðsstarfi, skoða kynjað samfélag með gagnrýnum augum og halda á lofti umræðu sem hefst gjarnan á fræðslukvöldum eða í þjóðarátökum í forvörnum gegn ofbeldi.

Námskeiðin eru þrjú í heildina og öll eins uppbyggð en með sitt hvora áhersluna. Þú ert að taka þátt í prufum á þessum námskeiðum og hópurinn á bak við þau þakkar þér kærlega fyrir það. Við viljum líka endilega heyra frá þér ef þú hefur hugmyndir um hvernig mætti bæta námskeiðið.

Kær kveðja,

Erasmus+ hópurinn