Course Content
Karlmennska og tilfinningalæsi í forvarnastarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um karlmennsku og tilfinningalæsi
0/1
Námskeiðslok
0/1
Karlmennska og tilfinningalæsi
About Lesson

Ofbeldisforvarnir, karlmennsku hugtakið og tilfinningalæsi snerta marga fleti og siðferðisleg álitamál. Hver hópur hefur misjafnar þarfir og því verður ekki allt lært af bók. Umræður og lifandi ígrundun eru mikilvægur partur af náminu. Settu af stað umræðu meðal samstarfsfélaga, ættingja, vina eða annarra um að lágmarki tvö af eftirfarandi málefnum. Nálgist spurningarnar frekar sem umræðupunkta en spurningar sem þarf að svara. Mikilvægara er að eiga innihaldsríka umræðu en að komast að svari.

Reynið að greina saman samtöl sem þið hafið áður átt tengd karlmennsku. Hvernig kom umræðan upp? Mætti hún einhverju mótlæti af hálfu einhverra ykkar? Kom upp ágreiningur?

Hafa samtöl ykkar að mestu verið yfirborðsspjall eða hafið þið náð að dýpka umræðu um karlmennsku og tilfinningalæsi?

Umræður meðal vinnufélaga

Hvaða unglingahóp innan félagsmiðstöðvarinnar/ vinnustaðarins sjáið þið fyrir ykkur að leiða í gegnum samtöl sem þessi? Hvers vegna?

Reynið að greina nokkur umræðuefni sem gæti verið erfitt að taka í unglingahópnum ykkar, hvaða umræðu efni eru auðveldari? Eru einhver umræðuefni mikilvægari en önnur í ykkar hóp/ hópum?

Reynið að greina samtöl sem þið hafið átt áður við unglingana. Hafið þið átt djúpar umræður um karlmennsku og tilfinningalæsi eða hafa þær frekar verið yfirborðsspjall? Hvernig gætuð þið leitt umræðuna áfram til að ná fram meiri dýpt?