Course Content
Karlmennska og tilfinningalæsi í forvarnastarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um karlmennsku og tilfinningalæsi
0/1
Námskeiðslok
0/1
Karlmennska og tilfinningalæsi
About Lesson

Áður en byrjað er á umfjöllun um kynbundið ofbeldi er mikilvægt að láta þátttakendur vita í hvað þau eru að fara í. Taktu strax fram að námskeiðið/tíminn fjallar um forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og því liggur í hlutarins eðli að rætt verður um ofbeldi. það er mjög misjafnt hvernig fólki líður með að tala um ofbeldi svo hér hlusta allir og taka þátt eins og hentar þeim.

Þegar þú varar við umfjöllunarefni (e. TW: trigger warning eða CW: content warning) er best að orða það eins og þér finnst best henta og jafnvel að leyfa öðrum að bæta við. Það er engin ein leið til umfram aðra, markmiðið er einfaldlega að láta umfjöllunarefnið ekki koma á óvart og setja fólk þannig í erfiða stöðu.

Þetta á við þegar þú leiðir skipulagða umræðu. Starfsfólk félagsmiðstöðva er hinsvegar oft í þeim aðstæðum að umræðan er ekki fyrirfram skipulögð. Það er þeirra hlutverk að grípa umræðuna á lofti og leiða hana áfram. Hvernig gætir þú notað viðvaranir (e. trigger w
arnings) í slíkum aðstæðum?