Course Content
Karlmennska og tilfinningalæsi í forvarnastarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um karlmennsku og tilfinningalæsi
0/1
Námskeiðslok
0/1
Karlmennska og tilfinningalæsi
About Lesson

Leikur sem flest kannast við, einfaldur og býður upp á að skoða fjöldamörg mismunandi málefni með áherslu á hvernig veruleiki mismunandi einstaklinga er. Leikurinn þarfnast smá undirbúnings leiðbeinenda, margar spurningar og hlutverk má finna á netinu auk þess sem einfalt er að bæta inn spurningum sem tengjast þínu viðfangsefni. Allir þátttakendur fá miða með karakter þar sem teknar eru fram nokkrar staðreyndir um hver þau eiga að ímynda sér að þau séu. Gefðu þeim svo smá stund til að hugsa um karakterinn og bæta við sjálf ef þau vilja.

Lestu fullyrðingarnar og biddu þátttakendur að taka eitt skref fram í hvert skipti sem þeim finnst fullyrðingin eiga við um þeirra karakter.

Dæmi um hlutverk þegar fókusinn er á karlmennsku:

 • Þú ert hvítur 15 ára strákur sem er fyrirliði í fótboltaliði í hverfinu þínu.
 • Þú ert svartur samkynhneigður strákur sem er kominn út úr skápnum.
 • Þú ert hvítur samkynhneigður strákur sem er ekki kominn út úr skápnum.
 • Þú ert hvítur 10 ára feitur strákur.
 • Þú ert hvítur 15 ára mjór strákur.
 • Þú ert hvítur trans strákur sem er ekki kominn út úr skápnum.
 • Þú ert hvítur 13 ára félagslega sterkur strákur sem er góður í tónlist.
 • Þú ert hvítur 11 ára strákur sem býr hjá einstæðum föður.
 • Þú ert 14 ára pólskur strákur, foreldrar þínir tala bara pólsku en þú talar bæði pólsku og íslensku.
 • þú ert 16 ára strákur og ert hælisleitandi frá Íran.
 • Þú ert hvítur 12 ára strákur sem býr við ofbeldi á heimilinu.
 • Þú ert hvítur 16 ára trans strákur sem er kominn út úr skápnum.
 • Þú ert 12 ára filippeyskur strákur sem talar ekki íslensku.
 • Þú ert hvítur 14 ára strákur sem er nýfluttur í hverfið og varst lagður í einelti í fyrri skólanum.

Dæmi um fullyrðingar þegar fókusinn er á karlmennsku:

 • Þú þarft ekki að pæla mikið hvað þú eyðir peningunum þínum í.
 • Þér finnst þú öruggur þegar þú labbar einn heim á kvöldin.
 • Þú beitir aldrei ofbeldi þó þú reiðist.
 • Þér finnst virðing borin fyrir tungumáli þínu, trú og menningu í landinu þar sem þú átt heima.
 • Þú veist um margar fyrirmyndir í nær- eða fjærumhverfi sem líkjast þér að einhverju leyti.
 • Þú getur talað um erfiðar tilfinningar eða mál við foreldra eða forsjáraðila
 • Þér finnst tekið tillit til skoðana þinna á félagslegum og pólitískum málefnum og finnur að hlustað er á skoðanir þínar.
 • Annað fólk ráðfærir sig við þig um ýmis mál.
 • Þú talar reglulega við vini þína um tilfinningar.
 • Þú hræðist það ekki að lögreglan stöðvi þig.
 • Þú átt í að minnsta kosti einu innilegu sambandi sem uppfyllir þarfir þína fyrir væntumþykju, snertingu og vinsemd.
 • Þú veist hvert þú átt að snúa þér til að fá ráðgjöf og aðstoð ef þú þarft á slíku að halda.
 • Þér hefur aldrei fundist þú vera beitt/ur misrétti vegna uppruna þíns.
 • Þú nýtur þeirrar félagslegu aðstoðar og heilbrigðisþjónustu sem þú þarft á að halda.
 • Fjölskyldan þín stendur við bakið á þér.
 • Þú getur og vilt bjóða vinum þínum í heimsókn heima hjá þér.
 • Þú lifir skemmtilegu lífi og ert bjartsýnn á framtíðina.
 • Annað fólk er aldrei hrætt við þig.
 • Þér finnst þú geta lært og starfað við það sem þú hefur áhuga á.
 • Þú hræðist það ekki að verða fyrir árásum á götu úti eða á samfélagsmiðlum.
 • Þú getur tekið þátt í mikilvægustu trúarhátíðum þinnar trúar með ættingjum og nánum vinum.
 • Þú getur leitað þér hjálpar með heimanám.
 • Þú getur farið í bíó eða leikhús minnst einu sinni í viku.
 • Þér finnst í lagi að gráta í skólanum.
 • Þú getur keypt þér ný föt að minnsta kosti þriðja hvern mánuð.
 • Þú getur orðið ástfanginn af þeim sem þú vilt.
 • Þér finnst hæfileikar þínir viðurkenndir og virtir í samfélaginu sem þú býrð í.
 • Þú getur klætt þig eins og þú vilt.