Course Content
Karlmennska og tilfinningalæsi í forvarnastarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um karlmennsku og tilfinningalæsi
0/1
Námskeiðslok
0/1
Karlmennska og tilfinningalæsi
About Lesson

Skemmtilegt verkefni til að opna á gagnrýna hugsun.

Segðu þátttakendum að ímynda sér að þau hitti fyrir geimveru, hún skilur allt sem við segjum og lítur út alveg eins og jarðarbúi en veit ekkert um okkar siði, hvað er í lagi og hvað ekki. Skiptu þeim upp í heppilegar hópastærðir (2-5 í hverjum hóp) og settu hverjum hóp fyrir að finna efni í dægurmenningu, þáttum, bíómyndum, tónlist, myndböndum, blöðum, samfélagsmiðlum o.fl. til að búa til leiðbeiningar til að gera eins konar handrit fyrir gemveruna um hvernig á að vera í tengslum við ákveðin málefni.

Bættu því við að þau eigi alls ekki að vera góð við geimveruna og segja henni rétt til, heldur ætla þau að „búa til“ hræðilega manneskju með vondar skoðanir.

Dæmi um viðfangsefni:

  • Búa til handrit sem segir að það sé alls ekki í lagi fyrir stráka/karla að vera kvenlegir eða samkynhneigðir
  • Búa til handrit sem segir að það sé í lagi að áreita konur kynferðislega eða beita þær ofbeldi
  • Búa til handrit sem segir að það eigi ekki að hlusta á konur ef þær segja nei
  • Búa til handrit sem segir að það sé fyndið og ekki vandamál ef strákar eru áreittir kynferðislega eða beittir ofbeldi
  • Búa til handrit sem segir að strákar/karlar eigi að fíla hluti sem eru hættulegir

Verkefnið er svo algjörlega hægt að sníða að því hve langan tíma hópurinn hefur í það. Hægt er að taka stutt sörf á netinu og segja svo lauslega frá því sem fannst eða taka langan tíma til að gera verkefnið, setja mikla rannsóknarvinnu í það og búa til kynningu sem þau fá síðan að kynna fyrir hvoru öðru og ræða.

Í lokin skaltu taka umræðu um hvað þetta þýðir allt saman t.d. fyrir mismunandi hópa og hvort þetta hafi mótandi áhrif á þau eða annað ungt fólk