Course Content
Karlmennska og tilfinningalæsi í forvarnastarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um karlmennsku og tilfinningalæsi
0/1
Námskeiðslok
0/1
Karlmennska og tilfinningalæsi
About Lesson

Þegar nýr hópur kemur saman er alltaf mikilvægt að hrista hópinn saman, þetta á kannski sérstaklega við um þau skipti þegar umræðuefni dagsins er þungt. Okkar ráðlegging er að velja hressara sem er skemmtilegur, kraftmikill og jafnvel aðeins kjánalegur líka. Þetta rífur upp orkuna í hópnum og leyfir okkur að hlæja svolítið saman. Síðast en ekki síst er hjálplegt að byrja daginn á því að fara aðeins út fyrir þægindarammann og vera asnaleg saman. Hér að neðan finnur þú linka á tvo klassíska leiki sem ná þessum markmiðum á stuttum tíma.

Samurai leikurinn:

https://www.youtube.com/watch?v=O4ChbSi0xEI

Bunný Bunný:

https://www.youtube.com/watch?v=5TL0GP7KycM

Mundu samt að hér getur þú notað hvaða leik eða hressara sem hentar þér. Það er nóg af áskorunum framundan fyrir þig sem leiðbeinanda svo hér getur verið gott að fara auðveldu leiðina. Íhugaðu að nota leik sem þú þekkir vel og hefur stýrt með góðum árangri áður.