Course Content
Umræður um klám og klámvæðingu í forvarnarstarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um klám og klámvæðingu
0/1
Leikir, verkefni og umræðukveikjur
0/3
Námskeiðslok
0/1
Klám og klámvæðing
About Lesson

Einföld og skemmtileg umræðukveikja sem virkar í öllum aðstæðum, hvort sem er skipulagðri kennslu/hópastarfi eða í almennri umræðu í félagsmiðstöðinni eða annars staðar.

Það eru til emoji fyrir allt mögulegt og ómögulegt. Klám er engin undantekning. Það eru til emoji tákn fyrir mismunandi tegundir kláms, líkamsparta, líkamsgerð og svo framvegis.

Unglingarnir þekkja gjarna þessi emoji og hvað þau þýða. Oft er til dæmis hægt að grípa umræðuna þegar kemur upp fliss yfir einhverjum ákveðnum emojis. Ef þú ert með fræðslu geturðu líka opnað umræðuna með þessu á léttan og skemtilegan hátt. Umræðan getur verið stutt og fjörug bara til að opna umræðuna eða hún getur orðið djúp með miklum vangaveltum.

Nokkrar spurningar og setningar til að leiða umræðuna áfram:

  • Hvað tákna þessi emoji ?
  • Er bara fyndið og skemmtilegt að nota emojiin eða er eitthvað neikvætt við það? eru sum í lagi og önnur ekki?
  • Sýna einhver þeirra vanvirðingu gagnvart einhverjum hópum? hverjum?
  • Er munur á svörum milli hópa? kynja? aldurhópa?