Course Content
Karlmennska og tilfinningalæsi í forvarnastarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um karlmennsku og tilfinningalæsi
0/1
Námskeiðslok
0/1
Karlmennska og tilfinningalæsi
About Lesson

Þegar unglingar og ungmenni eru leidd í gegnum umræðuefni eins flókið og viðamikið og þetta er mikilvægt að dýpka líka umræðuna. Á þessu stigi er mikilvægt að eiga í gagnvirku samtali við unga fólkið þar sem þau eru virkir þátttakendur. Það er hér sem gagnrýnin hugsun á sér stað og þau hafa tækifæri á ígrundun um sjálf sig og samfélagið sitt og skilningur á viðfangsefninu bætist við þekkingu. Hér er t.d. mikilvægt að þau öðlist skilning á áhrifum hugtakanna á mismunandi hópa og kyn. Að ná fram dýpri umræðu getur tekið tíma og þarfnast gjarnan skipulags af hálfu leiðbeinanda.

Hér að neðan er stuttur listi sem gæti nýst sem tékklisti þegar þú leiðir djúpa umræðu um karlmennsku og tilfinningalæsi

  • Umræður um völd – Dæmi: Nokkrar stelpur í félagsmiðstöð kvörtuðu undan því að strákarnir í 10. bekk tækju alltaf allt herbergið sem þeir væru í. Þegar samskiptin voru rædd meira og skoðuð kom í ljós valdapýramídi sem varð til þess að flestir aðrir hópar færðu sig jafnvel án þess að vera beðin um það þegar þeir strákarnir í 10. bekk komu inn í rýmið.
  • Skoða inn á við, menninguna sem þátttakendur eru partur af og þau sjálf. Þegar menningin er skoðuð er gott að unglingarnir spyrji sig t.d. hver eru áhrifin á þau sjálf? Hver eru áhrifin á aðra
  • Hvetja þau (á kannski sérstaklega við um strákahópa) til að finna leiðir til að gera breytingar
  • Skapaðu öruggt rými til að taka ábyrgð – Hvað er að taka ábyrgð án þess að vera fordæmdur?