Course Content
Sambönd og samskipti í forvarnarstarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um sambönd og samskipti
0/1
Leikir, verkefni og umræðukveikjur
0/3
Námskeiðslok
0/1
Heilbrigð sambönd og samskipti
About Lesson

Þegar unglingar og ungmenni eru leidd í gegnum umræðuefni eins flókið og viðamikið og þetta er mikilvægt að dýpka líka umræðuna. Á þessu stigi er mikilvægt að eiga í gagnvirku samtali við unga fólkið þar sem þau eru virkir þátttakendur. Það er hér sem gagnrýnin hugsun á sér stað og þau hafa tækifæri á ígrundun um sjálf sig og samfélagið sitt og skilningur á viðfangsefninu bætist við þekkingu. Hér er t.d. mikilvægt að þau öðlist skilning á áhrifum hugtakanna á mismunandi hópa og kyn. Að ná fram dýpri umræðu getur tekið tíma og þarfnast gjarnan skipulags af hálfu leiðbeinanda.

Hér að neðan er stuttur listi sem gæti nýst sem tékklisti þegar þú leiðir djúpa umræðu um sambönd og samskipti.

  • Völd – Í ofbeldissambandi eða í ofbeldisfullum samskiptum er í gangi misbeiting valds. Vald getur verið erfitt að skilja og þarf gjarnan mikla umræðu, ígrundun og tíma til að skilja.
  • Afhverju hættir hann/hún/hán ekki bara í sambandinu? Það getur verið erfitt að skila hvers vegna fólk heldur áfram að vera í sambandi sem er óheilbrigt eða ofbeldisfullt
  • Þarf ég að breyta minni hegðun – Í djúpri umræðu og ígrundun er mikilvægt að geta líka skoðað eigin hegðun. Í umræðu með unglingum er mikilvægt að skapa umhverfi þar sem þau geta skoðað eigin hegðun á gagnrýninn hátt án þess að upplifa að þau séu dæmd.
  • Er ég eða einhver sem ég þekki mögulega þolandi – Þegar umræðan er orðin djúp eða einlæg getur það komið upp á yfirborðið að einhver þátttakenda sé þolandi, eða einhver sem þau þekkja.