Course Content
Umræður um klám og klámvæðingu í forvarnarstarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um klám og klámvæðingu
0/1
Leikir, verkefni og umræðukveikjur
0/3
Námskeiðslok
0/1
Klám og klámvæðing
About Lesson

Þegar unglingar og ungmenni eru leidd í gegnum umræðuefni eins flókið og viðamikið og þetta er mikilvægt að dýpka líka umræðuna. Á þessu stigi er mikilvægt að eiga í gagnvirku samtali við unga fólkið þar sem þau eru virkir þátttakendur. Það er hér sem gagnrýnin hugsun á sér stað og þau hafa tækifæri á ígrundun um sjálf sig og samfélagið sitt og skilningur á viðfangsefninu bætist við þekkingu. Hér er t.d. mikilvægt að þau öðlist skilning á áhrifum hugtakanna á mismunandi hópa og kyn. Að ná fram dýpri umræðu getur tekið tíma og þarfnast gjarnan skipulags af hálfu leiðbeinanda.

Hér að neðan er stuttur listi sem gæti nýst sem tékklisti þegar þú leiðir djúpa umræðu um klám og klámvæðingu.

  • Völd og valdahlutföll – Það skiptir máli að ígrunda vald í umræðu um klám. Þar birtist einn mesti mismunurinn á milli kynlífs og kláms, því í klámi er næstum alltaf einn aðili (eða fleiri) með allt vald og stjórn yfir öðrum. Oftast eru karlar með völd yfir konum og þær eru þá sýndar sem alveg valdalausar. Hvernig birtist þetta?
  • Kynjamisrétti
  • Fjölbreytileiki – Meira og minna allt klám er gert fyrir hvíta, unga, gagnkynhneigða karla. Þó að hópurinn sem horfir geti verið allt aðrir, þá eru þeir oftast fókusinn. Þetta birtist meðal annars í því að allur fjölbreytileiki er smættaður og gerður að eins konar fetish.
  • Fíkn – Hvað er klámfíkn og hvaða áhrif hefur hún?
  • Siðferðisleg álitamál – Það eru mörg álitamál sem þarf að skoða í djúpri umræðu um klám. Er fólkið sem leikur í því þar af fúsum og frjálsum vilja eða fórnarlömb mansals? Er siðferðislega í lagi að horfa á efni ef leikarar eru þvinguð til gerðar þess?
  • Hvaða áhrif getur áhorfið haft á þau sjálf? – Í yfirborðsspjallinu er hægt að skoða áhrifin á aðra en um leið og fólk er farið að líta inn á við er dýpri umræða og ígrundun komin af stað.