Course Content
Karlmennska og tilfinningalæsi í forvarnastarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um karlmennsku og tilfinningalæsi
0/1
Námskeiðslok
0/1
Karlmennska og tilfinningalæsi
About Lesson

Stuttur og einfaldur leikur til að útskýra að sumt er eingöngu hægt að gera með hjálp annarra. Fáðu þátttakendur til að leggjast á gólfið. Segðu þeim svo að lyfta öllum líkamanum sínum aðeins upp af gólfinu, bara svona 10 sentimetra kannski, en að enginn hluti líkamans megi snerta gólfið. Oftar en ekki hugsa flest sig aðeins um og líta svo á þig með spurnar augum.

Segðu þeim að þetta sé að sjálfsögðu ekki hægt. Leyfðu þeim svo að koma sér saman í hópa, kannski 5 í hóp, og að bara einn þurfi að liggja á gólfinu og hvort þau geti þá saman fundið út úr því að lyfta viðkomandi aðeins upp af gólfinu. Þau lenda ekki í neinum vandræðum með það.

Út frá þessu er hægt að taka fjölda marga umræðu punkta:

  • Munurinn á að reyna þetta eitt/einn/ein eða með fleirum er ekki ólíkt því hvernig er að reyna eitt/einn/ein að takast á við afleiðingar ofbeldis eða að hafa bandamenn til aðstoðar.
  • Verkefnið er auðvelt í stutta stund en ef þú biður 4 ungmenni að halda á vini heila kvöldstund, erfiðast það töluvert. Fjöldi bandamanna skiptir miklu máli.
  • Ástæða fólks fyrir að vera bandamenn getur verið misjöfn, hvaða ástæður geta legið að baki?