Course Content
Sambönd og samskipti í forvarnarstarfi gegn kynbundnu ofbeldi
0/1
Um sambönd og samskipti
0/1
Leikir, verkefni og umræðukveikjur
0/3
Námskeiðslok
0/1
Heilbrigð sambönd og samskipti
About Lesson

Í umræðu um kynbundið ofbeldi getur fólk mætt ákveðinni mótstöðu, þar sem ekki eru öll tilbúin að ræða málefnið. Það er kannski viðbúið enda getur umræðuefnið verið erfitt, persónulegt og þátttakendur geta upplifað að þau sjálf séu gagnrýnd. Þess vegna er mikilvægt ef taka á umræðuna í æskulýðsstarfi að opna umræðuna á hátt sem auðveldar ungmennunum að taka þátt, minnkar óþægindi þeirra og sýnir þeim að þau sjálf eigi hagsmuna að gæta í að taka þátt í umræðunni. Þegar áherslan er á sambönd og samskipti er þó mikil forvörn falin í því að tala um jákvæðu hliðina. Þar er af nógu að taka og í því felst engin gagnrýni svo ólíklegt er að það mæti mótstöðu. Að því leyti er þetta umræðuefni sem getur verið auðveldara en mörg önnur sem tengjast forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Hér að neðan er stuttur listi sem gæti nýst til að skapa rými þar sem opna má umræðuna og hugmyndir til að koma henni af stað.

  • Notaðu #sjúkást efnið. – Í tengslum við átakið hefur undanfarin ár verið gefið út mikið af góðu efni. Bara með því að hengja plakötin upp á veggi eða spila myndböndin fyrir unglingana getur þú komið umræðunni af stað.
  • Heilbrigð sambönd. – Einblíndu á jákvæðu hliðina. Það er auðveldara að byrja að spjalla um létta og skemmtilega hluti.
  • Búðu til öruggt umhverfi og hlustaðu – Stundum þarft þú ekki að opna umræðuna. Ef unglingarnir treysta þér vilja þau ræða við þig þau mál sem eru þeim hugleikin. Passaðu að vera að hlusta á það sem þau segja og taka undir ef þau byrja að tala um samskipti eða sambönd.
  • Taktu þráðinn upp aftur – Stundum upplifum við að við höfum misst af tækifærinu en það þarf ekki að vera svo. Stundum kemur umræða milli unglinga sem ástæða er til að ræða nánar. Taktu þér tíma til að hugsa um það ef þú ert óviss og ræddu við samstarfsfélaga. Taktu svo umræðuna upp aftur.